19.4.2009 | 22:50
Ferð til Póllands og Danmerkur í Apríl 2009
Skoðunar ferð til Póllands og Danmerkur til þess að fylgjast með ganginum á smíðinni. I ferðinni voru Sigurjón Oskarsson, Gylfi Sigurjóns og Sævar Birgisson frá Skipasýn og Matthías Sveinsson. Það var farið frá Keflavík kl. 13.50 þriðjudaginn 14/4 til Kaupmannahafnar með Icelander (í píninga sætunum) til Kaupmannahafnar og þar bættist í hópinn tæknifræðingurinn hjá Karstensen Kent.
Og þaðan áfram til Gdansk í Póllandi en skrokkurinn er smíðaður þar hjá Odys,við vorum komnir þangað kl. 21.30 um kvöldið og gekk þettað allt vel víð fórum á miðvikudeginum og skoðuðum það sem búið var að smíða og leist okkur vel á vinnubrögðin en gangurinn hefði mátt vera meirri , það er verið að smíða hlutana á tveim svæðum á athafarsvæðinu veðrið var eins og það best getur verið en athafarsvæðið er í mikilli niðurnýðslu. Við fórum frá Gdansk kl. 15.00 til Kaupmannahafnar með KLM flugi.
Kent var með bíl á flugvellinum og keyrðum við áleiðis til Hundested þar sem við áttum að hitta forstjóra og eigandann af hundested verkmiðjunni þar sem á að smíða skrúfublöðin kl 09.00 á fimmtudags morguninn. Við gistum á hóteli í Hundested um nóttina og fórum kl. 09.00 í verksmiðjuna og skoðuðum okkur um og var það mjög forvitnilegt og fræðandi.
Við fórum með ferjunni kl, 13.00 frá Hundested yfir Isafjörð og keyrðum þaðan í 30 mínutur í aðra ferju frá Mols-Linien sem gengur frá Odden til Edeltoft en þettað var tvíbittna sem gekk 45 hnúta og vorum við 45 mínutur í henni , hún væri góð í Bakkafjöru þessi.
Núna tók við 3 tíma keyrsla til Skagen og gekk þettað allt eins og í sögu, við vorum eina nótt á hóteli í Skagen í góðu yfirlæti og fórum síða á föstudags morguninn og skoðuðum skip sem þeir eru að klára að smíða og var hann inn í húsi í sandblæstri og málun og leist okkur mjög vel á öll vinnubrögð og frágang og aðstæður allar.
Við lögðum af stað frá Skagen kl. 15.00 til Aalborg þaðan sem við flugum til Kaupmannahafnar og síðan þaðan heim um kvöldið
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.